Unnur Flemming Jensen

Tannlæknir, sérfræðinám í munn og tanngervalækningum

Unnur lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild HÍ árið 2015 og starfaði fyrstu árin á Tannlæknastofu í Reykjavík og Kópavogi. Áhugi hennar á munn- og tanngervalækningum kom strax í ljós fyrir útskrift hér heima og ákvað hún að sérmennta sig fljótlega eftir útskrift.

Árið 2017 lá leiðin til Seattle í Bandaríkjunum þar sem við tók þriggja ára sérfræðinám í munn- og tanngervalækningum auk meistaragráðu, og útskrifaðist hún sumarið 2020.

Strax eftir útskrift gekk hún til liðs við Hlýju tannlæknastofu í Glæsibæ, þar sem hún starfar sem sérfræðingur, ásamt því að vera stundakennari í faginu við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Unnur er einnig virk í félagsstarfi og var meðal annars formaður íslenskra tannlæknanema, sat í Árshátíðar- og skemmtinefnd Tannlæknafélags Íslands og situr nú í Ársþings- og endurmennturnefnd.

Fyrirlestur: Bitstæð sjúklingatilfelli

Í fyrirlestrinum verður fjallað um occlusion og tekin fyrir sjúklingatilfelli

Íslandsmót Ehf. | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 5001061740