Sorpa

SORPA bs. er rekin án hagnaðarsjónarmiða með umhverfi, samfélag og hagkvæmni að leiðarljósi. Frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á samfélagslega ábyrgð í allri starfsemi SORPU og að fyrirtækið stuðli að sjálfbærum gildum sem víðast í samfélaginu. Fyrirtækið hefur margvísleg tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í gegnum starfsemi sína og er birtingarmyndin fyrst og fremst ýmis samfélagsverkefni sem SORPA hefur unnið að í gegnum tíðina og aukin nýting hráefna sem felast í úrgangi.

Hlutverk SORPU er m.a. að sinna kynningu á verkefnum fyrirtækisins og þeim umhverfissjónarmiðum sem gilda við meðhöndlun úrgangs. Fræðslustarf SORPU fellur þar undir og er markmið fræðslunnar að auka meðvitund fólks um flokkun, endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs og auðvelda því að vera ábyrgir og vistvænir neytendur.

 

Flokkun og endurvinnsla á úrgangi tannlæknastofa

Starfsmaður í fræðsludeild Sorpu mun fara yfir hvernig best sé að flokka þann úrgang sem fellur til í rekstri tannlæknastofu.

Íslandsmót ehf | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 500106-1740

Íslandsmót Ehf. | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 5001061740

Íslandsmót Ehf. | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 5001061740

Íslandsmót Ehf. | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 5001061740