Sigurgísli Ingimarsson

Sigurgísli lauk kandídatsprófi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1985 og hefur rekið eigin tannlæknastofu að Garðatorgi 3 í Garðabæ síðan 1987.

Á árunum 1999 – 2003 stundaði Sigurgísli framhaldsnám í Munn- og kjálkaskurðlækningum við Klinik für Oralchirurgie Inselspital Bern, Sviss og Klinik für Mund-, Kiefer und Gesichtschirurgie, Plastische Operationen, Katharinenspital, Stuttgart, Þýzkalandi. Sigurgísli stundaði nám í Tannplantafræðum(Implantology) við háskólann Witten/Herdecke, Þýzkalandi á árunum 2012 – 2014 og lauk meistaraprófi (M.Sc.) þaðan árið 2014.

Sigurgísli hefur flutt fjölda fyrirlestra tengdum tannplantafræðum og skurðaðgerðum kjálka og munnhols, heima og erlendis.   

Fyrirlestur: Meðvituð sefun (Conscious sedation) með lyfjagjöf í vöðva

Kvíði er skilgreindur sem tilfinning sem leiðir til aukins óróleika og
taugaveiklunar sem orsakast af ógnun eða hættuástandi og leiðir til aukinnar virkni sjálfvirka taugakerfisins. Sjúklingar upplifa oftast sársauka eftir skurðaðgerðir í munnholi. Því geta minnstu inngrip jafnvel tilhugsunin um staðdeyfingu valdið því að kvíðasjúklingar fresta minniháttar tannviðgerðum.

Í fyrirlestrinum er farið yfir meðvitaða sefun (conscious sedation) kvíðasjúklinga með lyfjagjöf í vöðva. Rætt verður um lyfhrif, upplifun sjúklinga á aðgerð, upplifun sjúklinga á tímalengd aðgerða og aðra þætti sem auðvelda þessum sjúklingum að ganga í gegnum aðgerðir

Íslandsmót Ehf. | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 5001061740