Sigurður Rúnar Sæmundsson

Sigurður Rúnar Sæmundsson, DDS, MPH, MBA, FDSRCPSG, PhD.

Prófessor og yfirmaður barnatannlæknasérnáms tannlæknadeildar Norður-Karólínu Háskóla í Chapel Hill, USA. 

Director of the UNC Pediatric Dentistry Residency Program.

Professor, Division of Pediatric Dentistry and Public Health, University of North Carolina, School of Dentistry at Chapel Hill.

 

Sigurður Rúnar útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1986. Hann starfaði sem tannlæknir í Reykjavík og á Vopnafirði í 5 ár þar til hann hélt til sérnáms í Bandaríkjunum frá 1991 til 1996. Þar blandaði hann saman meistaranámi í almannaheillum og stjórnun í heilbrigðiskerfum (MPH, health policy and administration, 1992), sérnámi í barnatannlækningum (Diploma, 1996), og doktorsnámi í faraldsfræði (PhD, epidemiology 1996) með áherslu á faraldsfræði munns og aðferðarfræði. 

Þá flutti Sigurður Rúnar til Íslands og setti upp barnatannlæknastofu í Reykjavík sem nú er starfrækt í Glæsibæ í Reykjavík. Hann hóf fljótt störf við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og var þar umsjónarmaður barnatannlækningakennslu til ársins 2016. Í millitíðinni fór Sigurður Rúnar í Háskólann í Reykjavík og tók MBA nám með áherslu á mannauðsstjórn (MBA, 2005), auk þess að hljóta gráðu sem “Fellow in dental surgery of the Royal College of Physicians and Surgeons” í Glasgow (FDSRCPS-G, 2007).

Sigurður Rúnar var ritstjóri Tannlæknablaðsins um þriggja ára skeið 2013-2016 og hefur setið í fjölda nefnda fyrir Tannlæknafélagið.

Sumarið 2016 gekk Sigurður Rúnar til liðs við barnatannlæknadeild Tannlæknaháskólans í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, sem prófessor. Þar stjórnar hann barnatannlæknasérnáminu, kennir og stundar barnatannlækningar. Auk þessa er hann “Board Certified” í sérfagi sínu af American Board of Pediatric Dentistry og gerir aðgerðir við Háskólasjúkrahús Norður-Karólínufylkis, UNC-Hospitals.

 

Fyrirlestur:  Nýjungar í barnatannlækningum

Íslandsmót Ehf. | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 5001061740