Páll Ólafsson

Páll Ólafsson félagsráðgjafi og sviðstjóri fræðslu- og ráðgjafarsviðs Barnaverndarstofu.

Páll hefur starfað við barnavernd síðan hann lauk námi frá Háskólanum í Lundi 1999 og verið ötull talsmaður þess að allir fullorðnir verði að sameinast um að vernda börn.

Virðing, þekking, hlustun og leiðbeiningar eiga að vera kjörorð þeirra sem vinna með börnum eða eiga börn.

Páll og eiginkona hans eiga 5 börn og 5 barnabörn sem öll hafa verið góðir leiðbeinendur hans í gegnum lífið.

Fyrirlestur:

Börn sem illa er farið með – Hvað geta tannlæknar og starfsfólk þeirra gert og hvers vegna?

Íslandsmót Ehf. | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 5001061740