Nondas Vlachopolous

Nondas Vlachopoulos fæddist í Toronto, Kanada.
Hann útskrifaðist sem tannsmiður árið 1985 í Grikklandi, og 4 árum síðar með BS gráðu frá Dental Technology of the Technological Educational Institution of Athens.

Nondas sérhæfir sig í estetik sem og smíði á implönt.

Árið 1990 stofnaði Nondas sitt eigið tannsmiðaverkstæði AestheticLab í Aþenu, Grikklandi.  Síðan 2001 hefur hann verið key opinion leader eða álitsgjafi fyrir Noritake Dental og MPF Brush Co.  Frá því í maí 2014 hefur hann verið í ritstjórn vísindarits American Academy of Cosmetic Dentistry (jCD).

Verkstæðið Nondas er í nánu samstarfi við sérnámsdeildir í prótetík víða, þar á meðal eru Tannlæknaháskóli í Aþenu og University of Rochester, NY, USA.  Hann tekur þannig virkan þátt í menntun sérfræðinga í tann-og munngervafræðum.

Frá árinu 2015 hefur hann sinnt verklegri stundarkennslu við tannsmíðadeild Kapodistrian Háskóla Aþenu, þar sem hann kennir tannsmíðanemum í framhaldsnámi til mastersgráðu.

 

Tannsmíði – þar sem list mætir estetík og fúnksjón.

 Nondas er tannsmiður í fremstu víglínu í heiminum í dag. Á sinn viðkunnalega og auðmjúka hátt mun Nondas kynna fyrir tannlæknum frumskóg postulíns-tannsmíði á einfaldan en jafnframt heillandi máta.

Íslandsmót ehf | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 500106-1740

Íslandsmót Ehf. | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 5001061740

Íslandsmót Ehf. | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 5001061740