Lára Hólm Heimisdóttir

Tannlæknir, sérfræðinám í barnatannlækningum

Lára lauk tannlæknanámi frá Tannlæknadeild HÍ árið 2015. Eftir útskrift starfaði hún sem almennur tannlæknir í nokkur ár. Áhugi hennar á barnatannlækningum kom fljótlega í ljós og fór hún því að vinna að því að komast út í framhaldsnám.  

Árið 2018 lá leiðin til Norður Karólínu í Bandaríkjunum þar sem við tók þriggja ára sérfræðinám í barnatannlækningum auk meistaragráðu, og útskrifaðist hún sumarið 2021.

Lára flutti heim til Íslands í ágúst síðastliðnum og hóf aftur störf hjá Hlýju tannlæknastofu í Glæsibæ, þar sem hún starfar sem sérfræðingur, ásamt því að vera stundakennari í faginu við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Fyrirlestur: Metabolmics

Íslandsmót Ehf. | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 5001061740