Ingibjörg S. Benediktsdóttir

Ingibjörg S. Benediktsdóttir er fædd á Húsavík, útskrifaðist sem cand.odont frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands 1993. Hún starfaði sem tannlæknir í Garðabæ og á Þórshöfn.
 
Ingibjörg flutti til Danmerkur og lauk PhD  námi þar frá Röntgendeild háskólans í Árósum 2003 með aðaláherslu á kjálkabreiðmyndir (Panorama, OPG). Eftir heimkomu starfaði hún sem tannlæknir í Reykjavík og stundarkennari við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. 2009 flutti hún til Noregs og tók við stöðu yfirtannlæknis við Seksjon for kjeve- og ansiktsradiologi við Háskólann í Bergen. 2013 flutti hún til Førde í Sogn og Firðafylki og vann þar sem tannlæknir og síðar yfirmaður DOT (Den offentlige tannhelsetjenesten) í Førde. Þar sinnti hún einnig sjúklingum í svæfingu á FSS (Førde sentralsjukehus).
 
Ingibjörg lauk sérfræðinámi í kjeve- og ansiktsradiologi (myndgreiningu munns og kjálka) frá Háskólanum í Bergen árið 2018. Hún fékk sérfræðiréttindi sama ár í Noregi og 2019 á Íslandi og er fyrsti íslenski tannlæknirinn í þessari sérgrein. Ingibjörg er nú lektor við Háskólann í Tromsö og sjálfstætt starfandi sérfræðingur.
 
Ingibjörg hefur verið virk í félagsmálum Tannlæknafélags Íslands.  Hún sat í stjórn TFÍ árin 2002-2003 og 2005-2009 og var formaður félagsins veturinn 2008-2009.  Einnig var hún ritstjóri Tannlæknablaðsins árin 2005-2007.
 

Fyrirlestur fyrir tannlækna:

Kjálkabreiðmyndir (panorama, OPG), mikilvæg atriði við töku mynda og greiningu.
Hvenær er þörf á slíkum myndum og hvenær ekki? Hvenær koma kjálkasneiðmyndir (CBCT) að meira gagni? Sjúklingatilfelli mest með kjálkabreiðmyndum en einnig  CBCT.

 

 

Fyrirlestur fyrir tanntækna og aðstoðarfólk tannlækna:

Kjálkabreiðmyndir (panorama, OPG).
Farið verður yfir mikilvæg atriði við töku mynda og hvernig staðsetning sjúklings skiptir öllu máli til að fá rétta greiningu. Farið yfir þau atriði sem eiga að koma með á slíkri upptöku. Sjúklingatilfelli.

Íslandsmót ehf | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 500106-1740