Gunnar Leifsson

Gunnar Guðni Leifsson, tannlæknir útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands 1995 og hefur rekið eigin tannlæknastofu í Bæjarlind, Kópavogi frá árinu 1999.

Gunnar var stundakennari við Tannsmíðaskóla Íslands árin 1997-2013 og stundakennari og aðjúnkt við Tannlæknadeild Háskóla Íslands árin 2004-2016.

Gunnar var formaður FÍT 1993-1994 og ritsjóri Harðjaxls árið 1992.  Hann sat í stjórn Tannlæknafélags Íslands 2002-2004 og í ársþings- og endurmenntunarnefnd 2013-2015.

 

 

Fyrirlestur: Er gaman í vinnunni?

Tannlæknastofur eru oft lítill vinnustaður með fáa starfsmenn þar sem persónuleg nánd er mikil og mikil hluti vinnutímans fer í samskipti við viðskiptavini.  Þegar tannlæknastofurnar eru fjölmennari eða þegar margir tannlæknar og tanntæknar vinna saman, stundum  í sjálfstæðum einingum, er að mörgu að hyggja.

Í fyrirlestrinum verður farið um víðan völl, samskipti milli starfsfólk, samskipti við viðskiptavini, aðbúnað á tannlæknastofum og einnig verður farið yfir margt af því nýjasta sem tannlæknastofur nútímans eru að bjóða upp á eða gætu farið að bjóða upp á . Einnig verður farið yfir nokkur áhugaverð sjúklingatilfelli. Viljum við ekki öll hafa gaman í vinnunni?

 

Íslandsmót ehf | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 500106-1740