Gunnar Ingi Jóhannsson

Gunnar Ingi Jóhannsson, tannlæknir, munn og kjálkaskurðlæknir, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ árið 2002, stundaði tannlæknanám við Háskóla Íslands frá 2003 til 2009. Hann starfaði sem almennur tannlæknir á árunum 2009 til 2013 og hélt þá utan til Álaborgar í Danmörku þar sem hann var við sérfræðinám í munn- og kjálkaskurðlækningum við Háskólasjúkrahúsið í Álaborg frá 2013 – 2018, með eins árs viðkomu við Háskólasjúkrahúsið í Árósum.
 
Gunnar fékk sérfræðileyfi í munn- og kjálkaskurðlækningum í Danmörku í september árið 2018 og á Íslandi í október sama ár. Hann starfar nú við sérgrein sína í Bæjarlind 12 í Kópavogi. Gunnar er einnig aðjúnkt við Tannlæknadeild Háskóla Íslands auk þess að vera í hlutastarfi sérfræðings í munn- og kjálkaskurðlækningum við Landspítala Háskólasjúkrahús frá júlí 2018.
 
Gunnar hefur bæði haldið fyrirlestra og ritað fræðigreinar hérlendis sem og erlendis. Gunnar er meðlimur að Tannlæknafélagi Íslands, EAO og félagi munn- og kjálkaskurðlækna í Skandinavíu (SFOMK).

Fyrirlestur: Helstu verkefni munn- og kjálkaskurðlæknis.

Í fyrirlestri sínum mun Gunnar Ingi fara yfir helstu verkefni munn- og kjálkaskurðlæknis.

Íslandsmót ehf | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 500106-1740