Tannlæknir, sérfræðingur í munn og tanngervalækningum
Ásgeir útskrifaðist úr Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2009. Eftir útskrift starfaði hann við tannlækningar á tannlæknastofu í Reykjavík. Árið 2012-2013 varð Ásgeir ITI scholar við Háskólann í Zurich og hóf svo sérnám í munn og tanngervalækningum árið 2017 við sama skóla. Hann útskrifaðist úr þvi námi árið 2020 ásamt að hafa lokið við Master í Oral Implantology. Að lokinni útskrift hóf Ásgeir störf hjá Hlýju og er auk þess stundakennari í faginu við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.
Fyrirlestur: Sjúklingatilfelli
Efni fyrirlestrarins mun vera estetískar pælingar á framtannasvæði. Farið verður yfir hvernig hægt er að aðlaga harð- og mjúkvefi á framtönnum og farið verður yfir sjúklingatilfelli.