Erna Rún Einarsdóttir  

Erna Rún Einarsdóttir, tannlæknir, útskrifaðist frá tannlæknadeild HÍ 2007 og starfaði sem almennur tannlæknir árin 2007-2010. Stundaði MS-nám við HÍ árin 2008-2012.

Hún stundaði sérnám í klínískum munn-og tanngervalækningum sem og rannsóknir tengdum sama fagi við Eastman Institute for Oral Health við University of Rochester, New York í USA á árunum 2012-2015. Tók við Gerald N. Graser Fellowship Award og stundaði frekara nám í plantaísetningum og tengdum aðgerðum við sama háskóla 2015-2016. Erna er lektor í munn-og tanngervalækningum við tannlæknadeild HÍ síðan haustið 2017.

Erna er meðlimur í TFÍ, APS og ITI og hefur setið í ársþings- og endurmenntunarnefnd TFÍ frá 2016.

Sóttvarnir á tannlæknastofum

Í fyrirlestri sínum mun Erna fjalla á praktískum nótum um sóttvarnir á tannlæknastofum og tengja umræðuefnið við prótetík.

Íslandsmót ehf | Suðurlandsbraut 4a | 534 7010 | info@islandsmot.is | kt: 500106-1740